Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir mikilvægt að setja fjárhagsramma utan um vinnu rannsóknarnefnda. Fram kom í viðtali við hana í kvöldfréttum RÚV að þrátt fyrir mikinn kostnað sé mikilvægt að skýrslan sé komin fram. Þá sagði hún sömuleiðisi skýrsluna mikilvægt uppgjör við fortíðina í hverjum og einum sparisjóði.

Kostnaður við skýrslur rannsóknarnefnda Alþingis nemur samtals um 1,3 milljörðum króna. Þar af nam kostnaður við skýrslu um sparisjóðina sem kom út í gær um 250 milljónum króna.