Ásta Hafberg, stjórnarmaður Samtaka leigjenda, segir neyðarástand á leigumarkaði á Íslandi í dag þó að margir vilja tala ástandið upp. Þessu greinir Vísir frá.

Ásta var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi um stöðuna á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þar sagði hún meðal annars að setið sé um íbúðir sem boðnar eru á leigu og þá sérstaklega ef þær eru ekki á hæsta verði. Öllum ætti þó að vera ljóst að markaðurinn gangi ekki upp eins og hann er í dag.

Hún sagði fleiri og fleiri dæmi um að fólk sé að fltyja saman til að geta marið húsaleiguna og að biðlistar eftir leiguíbúðum hafa lengst, um 1.600 manns eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Ásta segir Samtök leigjenda hafa talað fyrir því að sett verði upp leigufélög sem ekki séu með ávöxtunarkröfu að við þurfum að fara út í einhvers konar norrænt kerfi sem vinna hefur staðið að inn í Velferðarráðuneyti.

Hún segir að við eigum ekki að þurfa að kaupa til að geta verið örugg um að geta átt heima einhversstaðar. Ásta segir frumvarp um leigumarkaðinn í smíðum en að Samtökum leigjenda hafi ekki verið boðið að taka þátt í þeirri vinnu, sem sé bagalegt.