„Ekki verður hjá því komist að forgangsraða í ríkisgeiranum  og í því sambandi verður það að vera hlutverk verkalýðhreyfingarinnar að verja kjörin, fyrst og fremst lágmarksréttindin og velferðakerfið með öllum ráðum, því á hvort tveggja verður ráðist ef að líkum lætur.“

Þetta skrifar Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS) á vef sambandsins en Skúli segir verkalýðshreyfinguna þurfa að hafa sameiginlega sýn á það hvað megi helst skera niður, „því óhjákvæmilega kemur til mikils niðurskurðar eftir hamfarir frjálshyggjunnar sem bitnar öllum almenningi,“ skrifar Skúli.

Þá segir Skúli að öll stefnumörkun liggi á hakanum og hin pólitíska leiðsögn fari ekki fram á vettvangi stjórnmálanna.

Sjá vef SGS.