Kim Jong Un segir Alþýðulýðveldið Kóreu búa yfir kraftmikilli vetnissprengju. Hann segir þróun vetnissprengju norður-kóreska hersins vera lið í eflingu sjálfsvarnarvopnabúrs þjóðarinnar.

Samhliða vetnissprengjunum segir þjóðhöfðinginn her landsins búa yfir kjarnorkusprengjum.

„Nú er Norður-Kórea mikil kjarnorkuveldi, hæft um að verja sjálfstæði sitt og þjóðarreisn með máttugum kjarnorku- og vetnissprengjum,” sagði Kim Jong Un í viðtali við ríkisfréttastofu Alþýðulýðveldisins.

Ekki líklegt að fullyrðingar Kim Jong Un séu sannar

Eins og stendur er óvíst hvort herdeildir þjóðarinnar hafi í raun og veru þróað með sér vetnissprengju, en þvert á móti telja njósna- og upplýsingadeildir Suður-Kóreu ólíklegt að Norður-Kórea hafi vísindalega þekkingu, úrræði og auðlindir sem þarf til að byggja verkandi vetnissprengju.

Það var árið 2005 sem N-Kórea lýsti því fyrst yfir að herinn réði yfir kjarnavopnum. Yfirlýsingar þjóðarinnar voru þá víða gagnrýndar af alþjóðasamfélaginu.

Yfirvöld Norður-Kóreu eru þó ekki þekkt fyrir að hafa mikið álit á skoðunum alþjóðasamfélagsins, og síðan þá hefur herinn framkvæmt þrennar kjarnorkusprengjutilraunir neðanjarðar á eigin grundu.

Tsar Bomba Sovétríkjanna fyrsta vetnissprengjan

Fyrsta þjóðin til að þróa og byggja verkandi vetnissprengju var Sovétríkin árið 1961, en sprengjan sem gekk undir nafninu ‘Tsar Bomba’ og gaf af sér 50 megatonna sprengikraft. Skýið sem gekk af sprengunni var sjáanlegt úr 160 kílómetra fjarlægð.

Til samanburðar er 50 megatonna Tsar-sprengjan 1.350-1.570 sinnum kraftmeiri en orkan í báðum kjarnorkusprengjunum sem notaðar voru til að jafna Hiroshima og Nagasaki við jörðu samanlagt.

Þá má einnig nefna að upprunalega hönnun Tsar-bombunnar gerði ráð fyrir sprengikrafti sem næmi rétt rúmlega 100 megatonnum, en tliraunir voru aldrei framkvæmdar með slíkan eyðileggingarmátt.

Í fyrsta lagi hefðu eftirköst geislavirkninnar haft hörmuleg áhrif á landsvæði Sovétríkjanna, en einnig hefði flugvélin sem sleppti sprengjunni aldrei náð nægilega langt í burtu frá henni áður en hún hefði sprungið - flugmaðurinn hefði tortímst með sprengingunni.