Hugo Chavez sagði í gær að Venesúela framleiði meiri olíu en Saudi Arabíu. CNBC greinir frá þessu.

Chavez segir að framleiðsla landsinshafi verið 297 milljarðar tunna árið  2010.  Framleiðslan var 265 milljarðar tunna árið 2009 samkvæmt skýrslum OPEC.

Orkumálaráðherra landsins, Rafael Ramirez, segir að nýjar olíulindir sem yrðu teknar í gagnið innan skamms myndu auka framleiðslu landins um 41%.

Chavez sagði í þingræðu í síðustu viku að landið ætti næga olíu til 200 ára. Jafnframt neitaði hann í ræðunni að hann væri einræðisherra.