Anders Fosh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sendir út röng skilaboð með því að boða verðhækkanir á bensíni þar í landi. Þetta er skoðun Kristian Thulesen Dahl, helsta efnahagsráðgjafa Danska þjóðarflokksins.

Þetta kemur fram á vef Børsen.

„Fráleitt er að boða verðhækkanir á bensíni og olíu í núverandi ástandi. Þau verð sem eru í dag eru nægilega há til hvetja til minni notkunar. Viðráðanlegur eldneytiskostnaður er ein helsta forsenda hreyfanlegs vinnumarkaðs, sem Fogh hefur ítrekað mælt fyrir."

„Ef að frekari eldneytishækkana myndi gæta hefði það slæm áhrif á vinnumarkaðinn," segir Thulesen Dahl.