Traust á Orkuveitu Reykjavíkur (OR) virðist vera að aukast og hefur dregið úr neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið, að mati Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR. Bjarni sagði á opnum ársfundi fyrirtækisins í dag að nú sjái til lands á þessu afborgunarþyngsta ári í sögu Orkuveitunnar.

Á fundinum gerði Bjarni m.a. grein fyrir fjárhagslegri uppstokkun fyrirtækisins. Fram kom í glærukynningu hans að árið 2007 hafi gleðin verið við völd. Tveimur árum síðar hafi fyrirtækið verið í tjóni. Nú séu tímamót, fyrirtækið hafi leitað til upprunans, reksturinn kominn í gott horf, búið að ná tökum á skuldunum og viðskiptavinurinn í öndvegi.

Þá benti Bjarni á að verulegur árangur hafi náðst í jafnréttismálum, bæði hvað hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum snerti og í auknu launajafnrétti innan OR.

„Orku- og veitufyrirtæki hafa verið mjög karllægir vinnustaðir um áratugaskeið,“ segir í glærum Bjarna.

Glærukynningu Bjarna má nálgast hér .