Innlimun Krímskaga í Rússland er skynsamleg ákvörðun, að sögn bandarísku hasarmyndahetjunnar Steven Seagal. Hasarmyndaleikarinnar fjallaði m.a. um vináttu sína og og Vladimír Pútíns, forseta Rússlands, í viðtali við rússneska ríkisdagblaðið Rossiaskaya Gazeta. Þar ver hann aðgerðir Pútíns á Krímskaga, þær séu nauðsynlegar til að tryggja eignir Rússa þar. Í viðtalinu segir Seagal Pútín vera einn af helstu leiðtogum heims og meti Vesturlöndin og fjölmiðlar þar stöðuna vitlaust.

Breska dagblaðið Guardian fjallar um málið og segir Seagal vinna nú að upptökum á nýrri kvikmynd í Rúmeníu. Þar segir m.a. að áhugi þeirra Pútíns og Seagal á bardagalistum tengi þá saman.

Í umfjöllun Guardian er jafnframt tæpt á efni viðtalsins í Rossiaskaya Gazeta. Haft er eftir Seagal að hann geti hugsað sér að feta í fótspor franska leikarans Gérard Deparidieu og óskað eftir ríkisborgararétti í Rússlandi.

Hér má jafnframt lesa um viðtalið við Steven Seagal