*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 29. mars 2015 18:05

Segir Pútin vera ræningja sem lifi í ótta

Bill Browder segist í viðtali við Viðskiptablaðið gera ráð fyrir því að reynt verði að ráða hann af dögum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bill Browder er fjárfestir sem lenti upp á kant við ríkisstjórn Vladimírs Pútin eftir að hafa vakið athygli á spillingu í rússneskum fyrirtækjum.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segist Browder gera ráð fyrir því að Pútin eða rússneska ríkið muni einhvern tímann reyna að ráða hann af dögum, enda hafi þeir sýnt vilja og getu til slíks áður. „Ég neita hins vegar að lifa í ótta og mun halda áfram að gera það sem ég er að gera.“

Hann lýsir Pútin sem ræningja sem hafi rænt stórkostlegum fjárhæðum frá rússnesku þjóðinni.

„Hann lifir í ótta við að sér verði steypt af stóli og þessi ótti er til grundvallar öllu sem hefur verið að gerast undanfarið. Hans hætta er sú að nú þegar hagkerfið er að veikjast þá muni hann missa stjórn á þjóðinni. þar takast á tveir ólíkir kraftar. Reiði þjóðarinnar gagnvart stjórn hans og ótti hennar við stjórnina. Örlög Pútins og Rússlands munu ráðast af því hvor krafturinn verður á endanum yfirsterkari. Ég held að hann hafi staðið á bak við morðið á Boris Nemtsov á dögunum. Hann hafði ástæðu og getu til þess og enginn hefði getað stýrt rannsókninni á morðinu eins og hann hefur gert.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.