Ríksstjórnin, alþingismenn og opinberir starfsmenn í opinberum lífeyrissjóðum eru með réttindi sín tryggð og skeyta ekkert um annað launafólk, að mati stjórnar Stéttarfélags Vesturlands. Í harðorðri ályktun stjórnarinnar segir að ráðherrar og alþingismenn tali um almenna lífeyrissjóði eins og þeir séu óþrjótandi fjársjóður sem hægt sé að ganga í þegar illa árar, í stað þess að líta á sjóðina sem ævisparnað almenns launafólks, sem sjóðsstjórnirnar hafa lagalegar skyldur til að varðveita og ávaxta.

Mótmælir stjórnin skattlagningu á lífeyrisréttindi launafólks og skorar á sjóði að skoða hvort forsendur séu fyrir því að hnekkja henni fyrir dómstólum.