Minjastofnun segir að fullyrðing í tilkynning forsætisráðuneytisins um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands í eina stofnun sé röng.

Fullyrðingin sem um ræðir er:

„Stýrihópur á vegum forsætisráðherra um endurskipulagningu verkefna Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands hefur skilað af sér frumvarpi til laga þar sem lagt er til að Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands verði sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun“

Minjastofnun segir þessa fullyrðingu vera ranga. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, sem sat í stýrihópnum, hafði ekki séð lagafrumvarpið þegar það var sent úr ráðuneytinu til hagsmunaaðila seinni partinn í gær. Að sögn Minjastofnunar þurfti forstöðumaðurin að óska eftir því að fá sent frumvarpið formelga, en það var gert stuttu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.

„Forstöðumaðurinn hafði því ekki komið að vinnu við frumvarpið eða fengið það til umræðu í stýrihópnum áður en það var sent frá ráðuneytinu til hagsmunaaðila.“