Í viðtali við RÚV segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, raunhæft að Viðreisn leiði myndun næstu ríkisstjórnar. Ekki sé sjálfgefið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið þótt hann sé stærsti flokkurinn, forsetinn eigi að fela þeim stjórnarmyndunarumboðið sem hann telji líklegasta til að mynda starfhæfa stjórn.

Benedikt segir Viðreisn þann flokk sem hafi unnið mest á og úrslitin í þingkosningunum séu ákall um breytingar og breiðari stjórn og eðlilegast væri að nálgast það frá miðjunni.

Viðreisn sem bauð í fyrsta sinn fram í þingkosningunum hlaut 10,5% atkvæða  og 7 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hinsvegar 29,1% atkvæða og 21 þingmenn kjörna.