„Ríkisstjórnin kemur tómhent til sumarþings. Þetta eru vonbrigði,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar á öðrum degi sumarþings á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi það að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætli að ganga til sumar- og haustþings án þess að lögð verði fram nokkur af kosningaloforðum á borð við lækkun skulda heimilanna og afnám verðtryggingar.

„Það er búið að fresta aðgerðum til 2014,“ sagði hann og rifjaði reyndar upp að nokkur þeirra mála sem ríkisstjórnin ætli að fjalla um hafi þegar komið nokkrum sinnum á borð þingmanna, s.s. lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur, sem hafi verið lagt fram fjórum sinnum. Það, að mati Helga, megi leggja fyrir á næstu dögum og samþykkja í næstu viku.

Frosti sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vísaði því bæði á bug að aðgerðum hafi verið slegið á frest og þær dregist. Þvert á móti verði ráðist í málin þegar búið verður að semja við kröfuhafa föllnu bankana og fleira tengt aflandskrónum sem fastar eru í hagkerfinu.

„Tímasetningar eru flestar á þessu ári. Allt sem hægt verður að gera á sumarþingi verður framkvæmt,“ sagði hann.