Sigurður Bessason, talsmaður Flóabandalagsins, segir að vitað hafi verið að erfitt yrði að fá nýja kjarasamninga samþykkta þar sem margt hafi gerst frá því að samið var. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt hafi vantað frá ríkisstjórninni, t.d. sem snúi að húsnæðismálum og skattamálum. Kallað hafi verið eftir lækkun á lægsta skattþrepinu og meiri hækkun persónuafsláttar. Ríkið hafi ekki viljað fallast á það. Þegar verið sé að horfa til stöðugleika og lækkunar verðlags skipti máli að þetta komi allt saman.

Félagsmenn meirihluta félaga innan ASÍ felldu í gær þá kjarasamninga sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins (SA) fyrir áramót. Á móti samþykkti meirihluti aðildarfélaga SA samninginni. Fréttablaðið segir í dag þetta þýða að helmingur launafólks á almenna vinnumarkaðnum er kominn með bindandi kjarasamning til eins árs en hinir verði að reyna að semja upp á nýtt.