Vladimir Pútin, forseti Rússlands, hefur ákveðið að kaupa 15 milljarða dollara skuldabréf af stjórnvöldum i Úkraínu og lækka verð á rússnesku gasi. Mykola Azarov, forsætisráðherra Úkraínu, segir að þetta muni skapa fjármálastöðugleika í Úkraínu.

Stjórnarandstaðan vill hins vegar vita hvað Úkraína bauð Rússum í staðinn. Úkraína hefur ákveðið að ganga ekki til viðræðna við Evrópusambandið og hefur sú ákvörðun valdið mikilli reiði og mótmælum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Forsætisráðherra Úkraínu ver hins vegar samkomulagið við Rússa og segir það hafa bjargað Úkraínu frá gjaldþroti og félagslegu hruni.