Sætanýting hjá Wow air hefur dregist saman í júní en tæplega átta af hverjum tíu sætum seldust í ferðir flugfélagsins í mánuðinum. Almar Örn Hilmarsson, fyrrverandi forstjóri flugfélaganna Sterling og Iceland Express, segir í samtali við netmiðilinn Túrista , það mat sitt að lággjaldaflugfélög verði að ná 85 til 92 prósent sætanýtingu yfir sumarmánuðina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfallsskiptuna hjá Wow air. Túristi reyndi að fá upplýsingar um sætanýtinguna í júní en án árangurs.

Fram kemur á vef Túrist að á öðrum ársfjórðungi var sætanýting Wow air 82%. Forsvarsmenn félagsins hafi gefið það út í byrjun sumars að 86% af sætunum í apríl og maí hafi selst. Bent er á að Easy Jet seldi rúmlega níu af hverjum tíu sætum í ferðum í júní.