Aukin samkeppni hefur í för með sér meiri gæði og því væri gæfuspor ef opnað yrði fyrir innflutning á landbúnaðarvörum í eðlilegum mæli. Þetta er haft Magnúsi Óla Ólafssyni, forstjóra matvöruheildverslunarinnar Innness, í Fréttablaðinu í dag.

Magnús segist hafa áhyggjur af því að núverandi landbúnaðarkerfi muni hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað og landbúnaðarvörur til lengri tíma. Reynslan sýni að þegar innflutningur á ákveðnum vörum er gefinn frjáls, þá aukist gæðin og verðið lækki.

Hann segir jafnframt að þegar garðyrkjubændur hafi tekist á við aukna samkeppni um síðustu aldamót þegar opnað var fyrir innflutning á grænmeti, þá hafi þeir svarað því með bættri vöru.