Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, segir slaka á aðhaldi og aðrar aðgerðir hafa ýtt undir að efnahagslífið vestanhafs er nú að taka við sér eftir fjármálakreppuna. Hann benti á það á fundi með fjárlaganefnd bandaríska þingsins í Washington í dag að velta hafi aukist á fasteignamarkaði og kippur kominn í bílasölu. Samhliða þessu hefur dregið nokkuð úr atvinnuleysi.

Bloomberg-fréttaveitan segir útlit fyrir vöxt í hagkerfi Bandaríkjanna á þessu ári eftir 0,1% samdrátt á fjórða ársfjórðungi.