Starfsmenn bandaríska afþreyingarisans Disney eru því sem næst maníski þegar kemur að smáatriðum. En það eru einmitt smáatriðin sem skipta máli í samskiptum við viðskiptavini, að sögn Guðmundar Arnar Guðmundssonar, markaðsstjóra Nova og stundarkennara í markaðsfræðum við Háskólann í Reykjavík.

Guðmundur skrifar um Disney og smáatriðin sem fyrirtækið hlúar í grein í Viðskiptablaðinu. Þar rekur hann m.a. söguna af gerð teiknimyndarinnar Who Framed Roger Rabbit. Í greininni segir Guðmundur að 65% af þeim viðskiptavinum sem yfirgefa fyrirtæki gera það vegna samskipta við starfsfólk sem er alveg sama um það.

Grein Guðmundar má nálgast hér .