Mér finnst ferlið hafa verið of lokað frá upphafi,“ segir Ellert Vigfússon, fyrrverandi forstjóri Icelandic USA & ASIA sem fer fyrir hópi fjárfesta ásamt breska fjárfestingarsjóðnum Better Capital með það fyrir augum að kaupa íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group.

Ellert segist hafa sett sig í samband við Landsbankann og dótturfélag hans, Vestiu, eftir að bankinn hafði tekið félagið yfir og breytt stórum hluta skulda í hlutafé, með það fyrir augum að kaupa það eða að minnsta kosti að fá upplýsingar um hvernig söluferli á því yrði háttað. „Ég fékk þær upplýsingar að ég ætti að fylgjast með á vefnum hvernig söluferlið yrði. Ég gæti síðan boðið í fyrirtækið samkvæmt leikreglum fyrirliggjandi söluferlis. En síðan er Vestia selt til Framtakssjóðsins, án nokkurs fyrirvara eða söluferlis yfir höfuð. Frá þeim tíma hefur allt er varðar sölu á fyrirtækinu haldið áfram að vera á huldu,“ segir Ellert.

Ellert segir fulla alvöru vera af hans hálfu og þeirra sem með honum eru á því að skoða kaup á fyrirtækinu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .