Elena Salgado fjármálaráðherra Spánar segir að Spánn sé ekki í hættu þó Portúgal hafi óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu.

Spánverjar reyna nú að draga úr ótta á fjármálamörkuðum um að Spánn þurfi á svípaðri aðstoð að halda og Grikkland, Írland og nú síðast Portúgal.

Salagado sagði í byrjun ársins að Portúgal myndi ekki þurfa utanaðkomandi aðstoð.  Komið hefur í ljós að Salagado hefur ekki reynst sannspá.