Steingrímur J. Sigfússon, opnar á aðild að Evrópusambandinu í skýrslunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á umræðum um málið á Alþingi nú fyrir skömmu. Sigmundur segir að þetta megi lesa út úr einni af niðurstöðum skýrslunnar þar sem segir: „Til þess að sigrast á þessum vanda mætti hugsa sér að Ísland gerðist aðili að stærri efnahagsheild.“

Sigmundur bætti einnig við að honum þætti að skýrslan ætti að vera stærri í sniðum og meðal annars taka á þeim vanda sem fjármálakerfi annars staðar standa frammi þar sem Íslendingar ættu að hafa reynslu af slíkum vanda.