Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, hefur farið fram á sérstaka ívilnun vegna stóriðju á Bakka við Húsavík. Beinn kostnaður vegna þessa nemur 3,4 milljörðum króna.

Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að semja um vegtengingar á mili Húsavíkurhafnar og Bakka auk þess sem veitt verður víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir allt að 819 milljónir króna og styrkur til að þjálfa starfsfólk.

Fréttablaðið segir í dag að fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis gagnrýni ívilnanirnar í umsögn um frumvarpið og veitir athyglir á því að þær geti skapað fordæmi gagnvart öðrum verkefnum.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir í samtali við blaðið í uppsiglingu að gefinn verði út einn stærsti kosningavíxill sem nokkru sinni hafi verið gefin út.

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna vegtengingar milli Húsavíkur- hafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka er áætlaður 1,8 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að strax næsta ár fari 100 milljónir í rannsóknir og útboðsgögn.