„Hvert einasta skref sem stjórnin hefur stigið í málinu hefur því verið klaufalegt feilspor. Í stað þess að nýta þá miklu andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið til með­byrs hefur ríkisstjórninni tekist að auka óvinsældir sínar með þessum vinnubrögð­um, sem kjósendur eru ósáttir við.“

Þetta segir Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, í pistli sem birtist í Viðskiptablaðinu síðasta fimmtudag.

Í pistlinum fer Davíð yfir það hvernig stjórnarflokkarnir hafa spilað úr þeirri stöðu sem uppi hefur verið í ESB-málinu. Þar tiltekur hann fjögur atriði sem hann telur ríkisstjórnina hafa leyst klaufalega af hendi.

Pistillinn nefnist „Klaufabárðarnir“ og má lesa hann í heild sinni hér .