Stórar hagræðingaraðgerðir eru framundan hjá bönkunum í haust, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV sem greinir frá í kvöldfréttum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir hins vegar að ráðamenn stóru viðskiptabankanna fullyrði að engar stórvægilegar hagræðingaraðgerðir séu framundan.

Í frétt RÚV kemur fram að um 3500 manns starfa innan íslenska bankakerfisins í dag, flestir hjá stóru bönkunum þremur, Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka. Fjöldinn er svipaður og hann var á árunum 1993 til 2004.

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að hann hafi rætt við nokkra ráðamenn í -llum bönkunum. Þar sé fullyrt að hagræðing haldi áfram sem hafi verið í gangi, það er að ráða ekki í störf sem losna og annað slíkt. Engar stórar aðgerðir séu framundan.