Kaupþing er með lánasafn að verðmæti fimm milljarða evra sem eru hæf til endurhverfra viðskipta við bæði Englandsbanka og Evrópska seðlabankann. Lausafjárstaða bankans er tryggð til 360 daga og hægt væri að koma þeim í verð á fimmtán dögum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni bankans, sem send var til erlendra fjölmiðla.

Sagt er frá því á Dow Jones-fréttaveitunni að yfirlýsingin hafi verið send út um helgina til þess að slá á ótta fjárfesta um stöðu Kaupþings. Fram kemur í yfirlýsingunni að þrátt fyrir þá óáran sem nú ríkir á mörkuðum hafi bankinn getað fjármagnað sig og bent er á að undanfarna sex mánuði hafi netreikningar bankans laðað til sín innlán að andvirði 700 milljarða evra.