Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent Bretum samúðarkveðju vegna fráfalls Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hún lést í gær.

Í skeyti Jóhönnu segir m.a. að Margaret Thatcher hafi verið áhrifamikill og óvenjulegur stjórnmálamaður og leiðtogi í evrópskum stjórnmálum á sinni tíð.

„En það var ekki síður mikilvægt að yngri kynslóðir kvenna í stjórnmálum í hinum vestræna heimi, sáu þarna konu sem ríkisstjórnarleiðtoga gríðarlega áhrifamikils ríkis. Slíkt mikilvæg til að breyta hugsunarhætti kynslóðanna, nákvæmlega eins og við sáum hér á Íslandi þegar kona varð fyrst forseti.“