*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Erlent 20. júlí 2020 12:46

Segir TikTok ekki stjórnað af Kína

Theo Bertram, framkvæmdastjóri hjá TikTok, segir að fyrirtækið muni neita að gefa gögn af nokkru tagi til kínveskra yfirvalda.

Ritstjórn
epa

Theo Bertram, framkvæmdastjóri opinberrar stefnumótunar fyrir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku hjá TikTok segir að fyrirtækið muni neita að gefa gögn af nokkru tagi til kínveskra yfirvalda. BBC greinir frá.

„Að gefa það í skyn að við séum að einhverju leyti undir hælnum á kínverskum yfirvöldum er algjörlega rangt," sagði Bertram í samtali við BBC. 

Framtíð snjallforritsins í Bandaríkjunum er óljós þar sem Bandaríkjamenn íhuga að banna miðilinn ef þeir munu halda áfram að vera í samstarfi við Kína. 

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að notendur tiktok í Bandaríkjunum eigi þá hættu að gögnin sem þau hlaða inn á miðillinn endi í höndunum á kínverska kommúnistaflokknum. 

Stikkorð: TikTok