Búist er við því að breska flugfélagið British Airways muni segja um 36 þúsund starfsmönnum sínum upp tímabundið. Hefur flugfélagið átt í viðræðum við stéttarfélag starfsmannana undanfarið og eru drög af samkomulagi milli aðila tilbúin, þó enn eigi eftir að ákveða endanlega útfærslu. BBC greinir frá þessu.

Flugfélagið hefur neyðst til að kyrrsetja tímabundið meginþorra af flota sínum vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkomulagið felur í sér að um 80% af flugliðum, flugvallarstarfsmönnum, flugvirkjum og starfsmönnum á skrifstofu munu tímabundið missa vinnuna.

Starfsmennirnir munu þá tímabundið vera komnir upp á náðir ríkisins og myndu þá fá 80% mánaðarlauna sinna greidd frá ríkinu. Þó er 2.500 punda þak á greiðslunum ( um 445 þúsund krónur).