Rætt var við Pál Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóra í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Páll var útvarpsstjóri ás bilinu 2007-2013, frá því að RÚV var gert að opinberu hlutafélagi allt þar til Magnús Geir Þórðarson tók við, eða um miðjan desember 2013.

Sérstaklega gagnrýnir Páll þann hluta skýrslunnar sem mest hefur verið fjallað um, eða þann sem snýr að dreifikerfi sem unnið var að í samvinnu við Vodafone og nokkuð tap varð af. Viðskiptablaðið fjallaði um málið .

Páll segir að munur sé á dreifikerfum almannaútvarps og fyrirtækja í einkarekstri, því kvaðir og reglugerðir neyði Ríkisútvarpið til að ná til 99,8% þjóðarinnar. Dreifikerfið hefði kostað helmingi minna ef þetta hlutfall væri lækkað í 90% þjóðarinnar, en aftur á móti fengju þá 30.000 manns engar útsendingar.

Ekki væri heldur í boði að dreifa efni almannaútvarps gegnum internetið, því það krefðist þess að neytandi efnisins semdi við þriðja aðila um internetaðgang sem kostar ef til vill 5000 krónur á mánuði, en krafan um dreifikerfið sé að það kosti notandann ekki aukalega að geta neytt efnis frá Ríkisútvarpinu.