Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir tugi áskrifenda hafa sagt DV upp eftir að Björn Leifsson, eigenda World Class, bættist í hlutahafahóp blaðsins. Á Facebook-síðu sinni biður hann áskrifendur um að halda ró sinni og ígrunda málið eftir aðalfund á morgun.

Eins og fram kom í vikunni keypti félagið Laugar ehf, sem er í eigu Björns og Hafdísar Jónsdóttur, konu hans, rúman 4% hlut í DV. Hann reiknar með því að hætta störfum eftir aðalfund á morgun enda reikni hann með því að þar taki Björn og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformaður blaðsins, við blaðinu. Hann sagði í samtali við VB.is í gær ekki geta unnið með þeim. Hann sagðist hins vegar ekki búast við því að fara úr fjölmiðlum með orðunum: „I'll be back!"

Á Facebook-síðu sinni skrifar Reynir:

„Enn sem komið er hefur Björn ekki náð fram vilja sínum gagnvart ritstjórninni þótt óneitanlega setji hann svartan blett á hluthafahópinn.“