Umræðan um umhverfismál hér á landi hefur verið á villigötum. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir umhverfismál hafa fyrst og fremst snúist um virkjanir og nýtingu. Stærsta málið nú snúist um það að græða landið upp.

„Þetta er stóra málið, það á að stórauka landgræðslu,“ sagði hún og benti á að bændur á Suðurlandi þekki manna best stöðu mála.