Fjöldi óseldra og tómra nýrra íbúða í Hafnarfirði er 444, þar af eru 228 fokheldar eða rúmlega það, en 216 fullbúnar. Margar fullbúnu íbúðanna eru í leigu, en teljast með þar sem þær eru á söluskrá. Þetta eru niðurstöður óformlegrar talningar formanns Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH), en einbýlishús, parhús og raðhús voru undanskilin.

Í yfirlýsingu félagsins segir að kveikjan að talningunni hafi verið neikvæð umræða í fjölmiðlum þar sem oft hafi ekki verið gerður greinarmunur á óbyggðum lóðum og íbúðum sem eru tilbúnar eða í byggingu; „Almennur lesandi hefur túlkað þetta allt saman sem fullbúnar óseldar íbúðir, sem er mikil blekking.“

Í frétt á vef Samtaka iðnaðarins (SI) segir að í fjölmiðlum sé gjarnan stuðst við talningu Ara Skúlasonar frá mánaðamótum júní/júlí 2008. MIH telur alveg fráleitt að svo gömul talning stýri umræðunni um stöðu íbúðamarkaðarins. Margt hafi breyst á þeim tæplega níu mánuðum sem liðnir eru.

Nánar er fjallað um málið á vef SI