Í árslok 2013 námu fjárskuldbindingar fjármálafyrirtækja 518% af landsframleiðslu samkvæmt tölum Hagstofunnar en þá eru tekin með fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Þetta kom fram í fjármálareikningum Hagstofunnar í vikunni þar sem var fjallað um að íslenska fjármálakerfið væri enn stórt í alþjóðlegum samanburði, eða sem nemi 14,7 þúsund milljörðum. Örn Arnarson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, segir þetta ekki varpa réttu ljósi á raunveruleg umsvif íslenska fjármálakerfisins. Þegar litið er til hins starfandi bankakerfis nema fjárskuldbindingar 170% af landsframleiðslu sem nemur ríflega þrjú þúsund milljörðum króna. Örn segir þetta hlutfall vera undir meðaltali í Evrópu og þar af leiðandi gefi það ekki tilefni til þess að fullyrða að íslenska bankakerfið sé stórt í alþjóðlegum samanburði.

„Í skýrslu Hagstofunnar er fullyrt að það sé „nánast ómögulegt að gera skýra grein fyrir umfangi íslenska fjármálakerfisins fyrr en uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna liggur fyrir.“ Í þessu samhengi er rétt að benda á að Seðlabanki Íslands heldur einnig utan um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja. Aðferðafræði Seðlabankans felur það í sér að um leið og Fjármáaleftirlitið afturkallar starfsleyfi fjármálafyrirtækis þá detta viðkomandi aðilar úr hagtölum um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt síðustu tölum Seðlabankans nema heildarfármÖrn unaeignir innlánsstofnana um þrjú þúsund milljörðum króna og heildareignir innlánsstofnana, verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða og tryggingafélaga tæplega fjögur þúsund milljörðum króna,“ segir Örn í pistli sínum.