Vesturbyggð hefur ákveðið að segja upp samningi um framlag til Markaðsstofu Vestfjarða að því er kemur fram í frétt á vef Bæjarins Besta. Þar kemur fram að íÍ ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins telur bæjarráð Vesturbyggðar ekki vera forsendur fyrir breytingum á fyrri ákvörðun

Það gerist þrátt fyrir að framkvæmdarstjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga legði fram hugmyndir um breytta áherslu á þjónustu Markaðsstofu Vestfjarða við Vesturbyggð og framkvæmdarstjóri At-Vest óskaði eftir fundi með fulltrúum Vesturbyggðar um starfsemi markaðsstofunnar. Þetta kom fram á síðasta bæjarráðsfundi í Vesturbyggð. Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfeignarstofnun í eigu allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Markaðsstofan er samnefnari fyrir alla almenna kynningu á Vestfjörðum og sér um útgáfu bæklinga og annars kynningarefnis sem gefið er út um Vestfirði segir í frétt Bæjarins Besta.