„Ég fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar (MS), í samtali við Fréttablaðið um nýjan úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem það sektaði MS fyrir brot gegn samkeppnislögum.

Hann bendir einnig á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað og menn megi því ekki taka persónulega afstöðu til málsins í opinberri umræðu. Segist hann jafnframt telja að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafi gengið nærri því að gera sig vanhæfan með orðum sínum eftir að úrskurðurinn féll.