„Útgerðarmenn sem búa við alveg ofboðslega góðar aðstæður um þessar mundir,  þeim er réttur aflsáttur en álögurnar settar á veikasta fólkið,“ segir Oddný Harðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra.

„Það er þessi andi sem mér líkar mjög illa,“ segir Oddný í samtali við VB.is. Hún tekur þó skýrt fram að hún hafi einungis fengið stutta kynningu á fjárlagafrumvarpinu í morgun og ekki haft langan tíma til að fara yfir það. Engin umræða hefur farið fram í þinginu um frumvarpið.

Oddný segir að samkvæmt sínum skilningi á frumvarpinu séu sex hundruð milljónir farnar af tækjakaupum til Landspítalans. „Og nýi Landspítalinn er nánast farinn,“ bætir hann við. Þá þurfi veikasta fólkið að fara að borga fyrir innlögn á sjúkrahúsið. „Það er svo sorglegt hvernig þeir fara með heilbrigðiskerfið , sem var svo veikt fyrir,“ segir Oddný.