Forsvarsmenn litlu brugghúsanna segja erfitt að keppa við risana á íslenska bjórmarkaðnum og eru sammála um að stórir þröskuldar hamli því að þeir geti selt bjórinn á veitingahúsum. Dagbjartur Ingvar Arilíusson, einn eigenda Steðja, segir litlu brugghúsin eiga erfitt með að koma bjór sínum í sölu hjá veitingahúsum í Reykjavík, m.a. vegna þess að fyrirtækin geti ekki veitt börum inneignir fyrir aðra drykki eða útvegar innréttingar.  En það er ekki allt og sumt.

„Það sem mér hefur orðið ágengt í þessu spjalli við veitingahúsin í Reykjavík er það að þeir fá svo miklar ívilnanir persónulega. Þeir fá til dæmis flugferðir erlendis," segir Dagbjartur sem segir þann hluta viðskiptanna eiga sér stað undir borðinu. „Þetta heita mútur á góðri íslensku en þetta er það sem er stundað hérna og það sem þeir komast upp með. Þetta er samkeppnishamlandi fyrir litlu brugghúsin," segir Dagbjartur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Þar taka aðrir úr röðum smærri bjórframleiðenda undir að bareigendur fá fríðindi við að vera í viðskiptum við ákveðna aðila. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Drómi deilir um innstæður við úkraínskan banka
  • Hagnaðurinn eykst hjá tryggingafélögunum
  • Bankarnir sjá sjálfir um söluráðgjöfina
  • Verðmætasköpun útflutningsgreina eykst
  • Brotalamir í opinberum innkaupum
  • Vilja flytja erlend fyrirtæki til Íslands
  • Hagvaxtarhorfur versna
  • Sendiherrann sem féll fyrir íslenska þungarokkinu
  • Segir framkomu Breta til skammar
  • Arðsemi útgerða jókst ekki
  • Segja upp samningi við einu verslunina á Hvolsvelli
  • Stórveldið býr sig undir að VOD-væðast
  • Hreggnasi orðinn stórtækur á laxveiðimarkaðnum
  • Frönsku alparnir heilla
  • Steinar Bragi óttast Alþingi meira en áður
  • Gyðja er gjaldþrota
  • Örn V. Kjartansson er forfallinn stangveiðimaður
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um kaffihúsið í Lystigarðinum á Akureyri
  • Óðinn skrifar um biðraða-sósíalisma iðnaðarráðherra
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður, VB Sjónvarp í vikunni og margt, margt fleira