Íslendingar keyptu vörur fyrir hátt í milljarð króna í Bauhaus-versluninni fyrstu vikuna frá opnun nýju verslunarinnar, að sögn Halldórs Óskars Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Hann segist ekki vera með tölu yfir gestafjöldann en giskar á að gestir hafi verið nálægt 20 þúsund. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og viðtökurnar eru jafnvel betri en við áttum von á. Opnun verslunarinnar var samkvæmt því sem Bauhaus á að venjast í Evrópu þar sem verslanakeðjan nýtur mikilla vinsælda,“ segir Halldór. Spurður hvort um veltumet sé að ræða segir Halldór: „Þetta hlýtur að minnsta kosti að vera veltumet hér á Íslandi.“