Halldór Halldórsson, nýr oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, að pólitísk deyfð ríki hjá öllum flokkum. Þetta segir hann í sambandi við heldur dræma kjörsókn en hún var um 25%. Hann telur lausnina felast í rafrænum kosningum. Þetta kemur fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Ekki voru allir par sáttir við að karlar lentu í þremur efstu sætunum og konur í þrem neðstu. Athygli vekur að þrír efstu eru hlynntir flugvöll í Vatnsmýrinni en þær í þremur neðstu eru ekki hlynntar því.

Halldór kveðst ekki vera hlynntur breytingu á lista vegna þess að þetta sé vilji kjósenda. Þó hefur kjörnefnd vald til þess að breyta röðuninni.