*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 31. mars 2015 12:57

Segir viðskipti við Rannsóknir og greiningu athugaverð

Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining hefur samtals fengið 158 milljónir úr ríkissjóði fyrir æskulýðsrannsóknir.

Ritstjórn
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við það hvernig mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðið að viðskiptum einkahlutafélagið Rannsóknir og greiningu. Þetta kemur fram í nýrri frétt stofnunarinnar.

Undanfarin sextán ár hefur Rannsóknir og greining fengið samtals 158 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði fyrir margvíslega æskulýðsrannsóknir. Ríkisendurskoðun telur ekkert benda til annars en að fyrirtækið hafi sinnt þessum rannsóknum með faglegum hætti. Stofnunin gerir hins vegar athugasemdir við hvernig viðskiptum við félagið var háttað.

Meðal annars telur stofnunin að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði þurft að vanda betur til samninga sem það gerði við félagið. Eðli þessara samninga hafi ekki alltaf verið ljóst, þ.e. hvort þeir teljist styrktar- eða þjónustusamningar. Þá telur Ríkisendurskoðun að í einu tilviki hefði átt að bjóða út verkefni sem Rannsóknir og greining fékk án útboðs.