Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir yfirskrift baráttufundar, þar sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ellen Calmon frá Öryrkjabandalaginu og Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, fluttu ávarp, minna óþægilega mikið á slagorð Donald Trump.

Í Facebook færslu segir hún yfirskrift fundarins, sem var „Við viljum samfélagið okkar aftur!“ minna á slagorð Trump, „Make America Great Again.“ Hún tekur þó fram að hún fagni öllum þeim sem berjist fyrir jöfnuði og réttlæti.

Færsla Oddnýjar hljóðar svo í heild sinni:

Yfirskriftin á baráttufundi á 1. maí Við viljum samfélagið okkar aftur! minnir mig óþægilega á Make America great again. Þetta er yfirskriftin á baráttufundi á 1. maí þar sem m.a. formaður VR, Ellen Calmon frá ÖBÍ og Gunnar Smári stofnandi Sósialistaflokksins flytja ræður.

Viðbót: Ég fagna auðvitað öllum þeim sem berjast fyrir jöfnuði og réttlæti. Það er bara yfirskriftin sem kallar fram þessi hughrif.