Eitt af því sem fram kom í bók Stefáns Einars Stefánssonar um fall WOW air var að forsvarsmenn félagsins hefðu gengið til viðræðna við Icelandair starx í sepetmeber í fyrra á meðan skuldabréfaútboð WOW stóð enn yfir. Sagði Stefán í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær að „Frá 6.-12. september á Skúli í leynilegum viðræðum við Icelandair. Þegar Icelandair ætlaði að tilkynna þessar viðræður lögum samkvæmt þá hrökk Skúli í baklás og vildi í rauninni ekki upplýsa markaðinn þó honum bæri í rauninni skylda til þess að sögn sérfræðinga. Þetta er eitthvað sem Skúli þyrfti að útskýra á einhverjum vettvangi."

Eftir ummæli Stefnáns í gær sem sneru einnig að fleiri atriðum sem tengjast WOW skrifaði Skúli Moegnsen langa facebook færslu þar sem hann fór yfir nokkra þætti í máli Stefáns.

Að sögn Skúla voru fyrstu viðræður við Icelandair á óformlegum nótum sem honum hafi ekki þótt ástæða til að tilkynna um:

„Varðandi samtal okkar við Icelandair í byrjun september þá var það á mjög óformlegum nótum. Ég hitti fyrst Ómar Benediktsson fyrir tilviljun á flugráðstefnu í London og við spjölluðum saman. Það var ákveðið að við myndum fá okkur kaffi þegar heim var komið með Boga Níls forstjóra Icelandair. Ég og Ragnhildur Geirsdóttir hittum svo Ómar og Boga þar sem við vorum fyrst og fremst að ræða hvort að það væri þess virði að fara í viðræður eða ekki og ef slíkar viðræður ættu að fara fram með hvaða hætti það gæti verið. Það var ákveðið að fara ekki í slíkar viðræður og því fóru aldrei formlegar viðræður í gang og því bar hvorki Icelandair né okkur skylt að upplýsa markaðinn um það á þeim tíma enda engin ástæða til," skirfar Skúli

Hér má sjá færslu Skúla í heild sinni