Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún Jónsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Ég bauð mig fram sem einstaklingur í þessu stjórnarkjöri,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, formaður Gildis lífeyrissjóðs. Hún var kosin í stjórn Skipta á hluthafafundi félagsins á þriðjudag.

Gildi lífeyrissjóður á 4,9% hlut í Skiptum, móðurfélagi Símans, Mílu, Skjásins og tengdra félaga. Í ljósi þess hve eignarhlutur lífeyrissjóðsins er smár telur Heiðrún ekki hægt að segja að hún sitji í umboði Gildis enda hafi sjóðurinn ekki það atkvæðamagn til að nokkur, hvorki hún né annar, geti setið í stjórninni í nafni lífeyrissjóðsins.

Í samþykktum Gildis segir orðrétt: „Hvorki stjórnarmenn né starfsmenn sjóðsins skulu sitja í stjórnum atvinnufyrirtækja í umboði hans.“

Í Viðskiptablaðinu er ítarlega fjallað um stjórnarskjörið á hluthafafundi Skipta í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.