Þingflokksformaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir sem lýsti því yfir fyrir komandi kosningar að hún hyggist ekki bjóða sig fram að nýju segir Sjálfstæðismenn svefnlausa yfir því að hún sé að stefna á einhverja stóla. Eins og fram kemur í leiðaraefninu Huginn og Muninn í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins er það skilyrði fyrir því að verða ráðherraefni flokksins að sitja ekki á Alþingi.

Á facebook síðu sinni segist Birgitta nú ekki máta sig við neina stóla nema skrifstofustólinn sinn „og undirbúning að bók um brautryðjandann sem bjó mig til og önnur mun fullkomnari verk, eins og t.d. lög við hin stórkostlegu ljóð; Verkamaður og Lífsbókin,“ segir Birgitta meðal annars.