„Ég var talaður inn á það að koma í viðskiptin. Þeir töldu sig vera betri í viðskiptum en ég,“ segir  Valdimar H. Jóhannesson. Hann varð þjóðþekktur fyrir hátt í tuttugu árum fyrir baráttu sína gegn kvótkerfinu. Hann á nú í baráttu gegn slitastjórn Glitnis, sem hann hefur stefnt fyrir dóm. Markmiðið er að endurheimta tugi milljóna sem hann átti í Glitni en töpuðust í hruninu.

Aðalmeðferð í málinu er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á kvennafrídaginn 19. júní næstkomandi.

Valdimar segir í samtali við vb.is að hann hafi átt 65 milljónir króna hjá Glitni eftir að hafa selt stóra eign. Starfsmaður bankans hafi snemma sumars árið 2007 haft samband til að fá sig í frekari viðskipti. Hann hafi gegn vilja sínum verið fenginn til að setja fjármunina í eignastýringu hjá bankanum en þeir orðið að litlu í hruninu.

„Þetta var eftirlaunasjóðurinn minn sem brann þarna upp,“ segir Valdimar og fullyrðir að hann hafi verð plataður í viðskipti hjá Glitni. Hann fullyrðir að yfirmenn bankans hafi látið hagsmuni bankans ráða för frekar en viðskiptavina.