*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 29. september 2019 10:29

Segist lifa á orðsporinu

Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu, segir félagið í góðri stöðu. Félagið greiddi 171 milljón króna í arð.

Ritstjórn
Örn Gunnarsson er framkvæmdarstjóri og meðeigandi LEX lögmansstofu.

Örn Gunnarsson, framkvæmdarstjóri og meðeigandi í lögmannastofunni LEX ehf., segir félagið í góðri stöðu og að það hafi upplifað stöðugan vöxt bæði í tekjum og hagnaði síðustu ár. Segir hann aukna verkefnastjórnun og hagræðingu spila stórt hlutverk sem bæði nýtist viðskiptavinum þeirra og félaginu sjálfu. Hagnaður félagsins fyrir árið 2018 nam um það bil 235 milljónum króna samanborið við 225 milljónir árið 2017 og arðgreiðsla fyrir árið 2018 nam 171 milljón króna.

Þegar Örn er spurður út í hvað skýri þennan árangur félagsins hefur hann þetta að segja. „Það hefur verið stöðugur vöxtur í bæði tekjum og hagnaði hjá okkur síðustu ár. Við höfum verið að leggja töluvert mikla vinnu í verkefnastjórnun hjá okkur og ná fram aukinni hagræðingu sem nýtist okkar viðskiptavinum, starfsmönnum og félaginu sjálfu.

Í þokkabót telur framkvæmdastjórinn framtíðina bjarta. „Komandi niðursveifla ætti að hafa nokkuð hlutlaus áhrif á félagið þrátt fyrir það hafi almennt séð jákvæð áhrif á rekstur lögmannsstofanna. [...] Mitt mat er líka svo að þetta verði frekar væg niðursveifla sem fer ver á einstaka geira en aðra. Heilt yfir held ég þó að þetta verði ekki á því stigi að það muni hafa mikil áhrif á rekstur lögmannsstofa, hvorki til hins betra né verra.“

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgirit Viðskiptablaðsins sem unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og hægt er að nálgast pdf-útgáfu hér