Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, segist saklaus af því að hafa dregið sér tæplega 120 milljónir króna í starfi sínu sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs bankans.

Þingfesting í máli saksóknara efnahagsbrota gegn Hauki Þór fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málið kom inn á borð saksóknara frá skilanefnd Landsbankans.

Endurskoðunarfyrirtæki keyrði saman háar fjárhæðir og kennitölur starfsmanna, en meint brot hans tengjast millifærslu á fé á eynni Guernsey yfir á sinn eigin reikning.

Haukur Þór hefur borið því við að hann hafi verið að reyna að bjarga verðmætum.