Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu hf., segir að eftir fjármálahrunið hafi óvissan verið umtalsverð í verkfræðigeiranum á Íslandi. „Þrátt fyrir þetta blasa sérstaða og sóknarfæri víða við hvað varðar orkuauðlindir, vatn, í náttúru- og ferðaiðnaði og í sjávarútvegi og sterkum útflutningsfyrirtækjum í iðnaði. Uppbygging þekkingar undanfarna áratugi byggt á sérstöðu Íslands á þessum sviðum er afar verðmæt og mikilvægur grundvöllur að okkar tæknisamfélagi í dag.“

Hann segist binda miklar vonir við framtíðar orkuauðlinda á Íslandi. „Vatnsaflið er til dæmis frábær orkugjafi og bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Að sjálfsögðu þarf að vanda vel til verka, taka tillit til umhverfisins og horfa langt fram í tímann, en engin þjóð hefur efni á að nýta ekki slík verðmæti sér og umheiminum til góða. Aukin nýting orkuauðlinda tengist einnig hugmyndum um sæstreng til Evrópu.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Orka og Iðnaður, sem fylgdi Viðskiptablaðinu síðasta miðvikudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .