Breska blaðið The Daily Telegraph birtir ítarlega fréttaskýringu á falli Baugs í sunnudagsútgáfu sinni.

Þar kemur meðal annars fram að það sé trú stjórnenda Baugs að hér sé um pólitískar ofsóknir að ræða og vitnað til orða Jóns Ásgeirs þar um.

Eigi að síður er haft eftr Nick Bubb, sérfræðingi hjá Pali International, að veldi Baugs hafi minnt á spilaborg sem hafi verið dæmd til að falla saman einn daginn:

„Þetta byggðist á fremur óljósu eignarhaldi, óvenjulegri uppbyggingu og  óvenju nánum tengslum við bankakerfið. Þetta virtist aldrei vera með öllu í lagi en öflug almannatengslavél reyndi að segja okkur annað."

Haft er eftir öðrum heimildum að frá því bankarnir hrundu á Íslandi í haust hafi verið ljóst að hverju stefndi.

Sjá umfjöllun Telegraph í heild sinni.